Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson og þættinum
Lið Kópavogsbæjar keppir í Útsvari, spurningakeppni RÚV, nk. föstudag. Í liðinu eru: Guðmundur Hákon Hermannsson, Reynir Bjarni Egilsson og Soffía Sveinsdóttir. Kópavogur mætir liði Rangárþings eystra en í því eru: Björn Friðgeir Björnsson, Holger Páll Sæmundsson og Elínborg Önundardóttir. Útsendingin hefst kl. 21:10 í Efstaleitinu eða strax að loknum landsleik.
Útsvar hefur verið einn af vinsælustu þáttum Sjónvarpsins undanfarin ár. Nýir liðsmenn skipa lið Kópavogs í ár.
Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Stefán Pálsson.
Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Áfram Kópavogur!