Samkomulag Kópavogsbæjar og Brynju-Hússjóðs ÖBÍ

Á myndinni eru frá vinstri: Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs, Björn Arnar Magnússon …
Á myndinni eru frá vinstri: Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs, Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju - Hússjóðs ÖBÍ, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs.

Kópavogsbær veitir stofnframlag til kaupa Brynju - Hússjóðs ÖBÍ á fjórum íbúðum í Kópavogi samkvæmt samningi sem undirritaður var þriðjudaginn 22. maí. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Báðir aðilar hafa lýst yfir áhuga á frekara samstarfi.

Með íbúðunum eru félagsleg búsetuúrræði alls 471 í bænum, 433 íbúðir en önnur úrræði 38.