Kópavogsbær semur um heimahreyfingu fyrir aldraða

Á mynd frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sól…
Á mynd frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltrúns og Ásdís Halldórsdóttir forstöðumaður heilsu- og vellíðan á Sóltúni.

Kópavogsbær og Sóltún öldrunarþjónusta hafa ritað undir samning um aðgang að velferðartækninni DigiRehab. Um er að ræða tilraunaverkefni til 24 vikna. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltún öldrunarþjónustu skrifuðu undir samninginn en þess má geta að Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið sem býður upp á þessa þjónustu sem hluta af félagslegri heimaþjónustu.

DigiRehab er einstaklingsmiðað æfingakerfi sem upprunnið er í Danmörku og notað af mörgum sveitarfélögum þar í landi. Starfsmaður heimaþjónustu kemur á heimili notanda í upphafi tólf vikna tímabils og framkvæmir greiningu á líkamlegri getu og færni í daglegu lífi.  Út frá því upphafsmati setur kerfið upp sérsniðið æfingakerfi fyrir þann notanda. Tvisvar í viku mætir sami starfsmaður heim til notanda og aðstoðar við framkvæmd æfinga sem birtast á spjaldtölvu. Hver heimsókn tekur um 20 mínútur. Eftir 6 vikur er gert endurmat á heilsu og færni og æfingaplanið uppfært.

Samningur Kópavogsbæjar og Sóltúns öldrunarþjónustu nær yfir tvö tólf vikna tímabil. 12 vikur nú í vor og 12 vikur í haust. Fimmtán notendur taka þátt í hvorri lotu og munu því samtals 30 aldraðir Kópavogsbúar taka þátt í þessu verkefni.