Kópavogsbrenna á nýjum stað

Áramótabrenna í Kópavogsdal.
Áramótabrenna í Kópavogsdal.

Tvær áramótabrennur eru í Kópavogi líkt og undanfarin ár, Kópavogsbrenna og áramótabrenna í Gulaþingi.

Hin árlega áramótabrenna Breiðabliks í Kópavogsdal verður á nýjum stað í ár en að þessu sinni verður hún haldin á efra bílastæði sunnan við Fífuna.

Flytja þurfti brennuna vegna þess hversu nálægt eldra brennustæðið er við nýtt húsnæði Tennishallarinnar.

Tímasetningar eru þær sömu og áður, kveikt verður í brennunni klukkan 20.30 og flugeldasýning Hjálparsveitar skáta hefst 21.10. Bílastæði er að finna við Smárann, Sporthúsið og Smáraskóla en einnig við suðurenda Fífunnar og við Fífuhvamm. Kynnir er Samúel Örn Erlingsson en Ásgeir Páll heldur uppi fjörinu.

Áramótabrennan er ein sú fjölmennasta á höfuðborgarsvæðinu og þátttakendur hvattir til að skoða kort sem sýnir staðsetningu og bílastæði og lokanir gatna.

Kort af brennustæði og bílastæðum.

Kveikt verður í brennu í Gulaþingi kl. 20.30.