- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Drengur Árnason og foreldrar hans þau Árni Grétar Finnsson og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir fengu góða gjöf frá bæjarstjóra Kópavogs, Ásdísi Kristjánsdóttur, af því tilefni að þegar drengurinn fæddist urðu íbúar Kópavogs 40.000 talsins.
Drengurinn, sem kom í heiminn 15.mars síðastliðinn, fékk merkta samfellu og smekk sem hæfir tilefninu. Þá kom bæjarstjóri færandi hendi með blóm og gjafakort.
Drengurinn nýfæddi er þriðja barn foreldra sinna. Eldri systkin hans, þau Finnur og Sesselja Katrín, eru mjög ánægð með litla bróður en þau voru heima þegar bæjarstjóri kom í heimsókn. Að sögn Melkorku gekk fæðing drengsins prýðisvel. „Það er mjög gaman að eiga Kópavogsbúa númer 40.000,“ segja foreldrarnir sem fluttu búferlum í Kópavog árið 2020 og una hag sínum vel.
„Það eru tímamót í Kópavogi að íbúar séu orðnir 40.000 talsins og einstaklega ánægjulegt að fá að bjóða einn af yngstu íbúum bæjarins velkominn í heiminn. Framtíðin er björt í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.
Þess má geta að íbúafjöldi í Kópavogi fór yfir 20.000 árið 1999 en yfir 30.000 árið 2010.