Kópavogur bakhjarl Pieta samtakanna

Kópavogsdalur yfir há sumar
Kópavogsdalur yfir há sumar

Kópavogsbær verður bakhjarl Pieta samtakanna sem hafa það að markmiði að vinna gegn sjálfsskaða og fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi.

Ákvörðunin var samþykkt einróma í bæjarráði í morgun. Með samstarfinu er Kópavogsbúum tryggðar 10 meðferðir á ári. Í meðferð Píeta samtakanna felst að hver einstaklingur sem leitar til samtakanna fær 15 ókeypis viðtöl við sérfræðinga. Einnig geta aðstandendur fengið fimm ókeypis tíma hjá sérfræðingi.

Samstarfið við Kópavogsbæ er tilraunaverkefni en samstarf við Píeta samtökin til lengri tíma verður skoðað við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Um Pieta:

Pieta samtökin eru frjáls félagasamtök. Auk markmiða um að vinna gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum vinna samtökin að því að auka forvarnir vegna sjálfsvígsshættu og sjálfsskaða. Þau veita því bæði meðferðarúrræði og fræðslu sem fer fram í skólum.

Pieta samtökin hafa í þrígang staðið fyrir göngunni „Úr myrkrinu í ljósið“ þar sem gengið er um miðja nótt úr myrkrinu inn í ljósið og þeirra minnst sem hafa fallið fyrir eigin hendi.

Samstarfið við Kópavogsbæ er tilraunaverkefni en samstarf við Pieta samtökin til lengri tíma verður skoðað við gerð fjárhagsáætlunar 2019