Kópavogur fagnar réttindum barna – Málþing í samstarfi við UNICEF á Íslandi
Í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 2025 og afmælishátíðar Kópavogsbæjar býður Kópavogsbær, í samstarfi við UNICEF á Íslandi, til skemmtilegs og fróðlegs málþings um réttindi barna.
Málþingið fer fram fimmtudaginn 20. nóvember kl. 08:30–09:30 í Salnum, Tónlistarhúsi (Hamraborg 6, Kópavogi).
Við viljum heyra raddir barna og ræða hvernig við getum saman gert Kópavog að enn betri stað fyrir öll börn.
Tilgangur og markmið málþingsins
- Að kynna verkefnið Barnvænt sveitarfélag og aðgerðir Kópavogsbæjar í tengslum við það.
- Að koma sjónarmiðum barna og ungmenna á framfæri með virkum hætti.
- Að auka vitund og þátttöku bæjarbúa í réttindamálum barna og ungmenna í sveitarfélaginu.
Dagskrá
- Húsið opnar Léttar veitingar og myndataka
- Ávarp: Bæjarstjóri Kópavogs og Mennta- og barnamálaráðherra.
- Kynning á verkefninu Barnvænt sveitarfélag – frumsýnt verður nýtt kynningarmyndband.
- Pallborðsumræður sem börn og ungmenni stýra.
- Tónlistaratriði frá leikskólabörnum.
„Réttindi barna eiga að vera leiðarljós í allri stefnumótun og starfsemi sveitarfélagsins. Með verkefninu Barnvænt sveitarfélag viljum við tryggja að börn hafi raunveruleg áhrif á umhverfi sitt og að ákvarðanir sem varða þau séu teknar með þeirra sjónarmið í huga,“ Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs en hún mun opna þingið með ávarpi.
Öll hjartanlega velkomin hlökkum til að sjá sem flesta og taka sameiginlega skref í átt að barnvænni framtíð í Kópavogi.