Kópavogur hafði betur í boccia-keppni

Einbeitingin leynir sér ekki.
Einbeitingin leynir sér ekki.

Lið Kópavogsbæjar lagði lið Garðbæinga í boccia-keppni sem haldin var á föstudag í tilefni af 20 ára afmæli Gjábakka, félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi. Í liði Kópavogs voru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Rannveig Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs, Pétur Ólafsson bæjarfulltrúi og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, leiddi lið Garðbæinganna en með honum voru þau Sturla Þorsteinsson,  Kári Jónsson, Margrét Björk Svavarsdóttir.

Liðin tókust á af fullri hörku og hafði Kópavogur betur eins og áður sagði. Allt var þetta þó til gamans gerst og fóru allir sáttir heim að leikslokum.

Eldri borgarar í Gjábakka stunda boccia af miklum áhuga og þótti því tilvalið að nýta hina góðu aðstöðu í Gjábakka til að efna til keppni milli Kópavogs og Garðabæjar.