Verulega hefur verið aukið við skammdegislýsingu í ár.
Aukið hefur verið verulega í skammdegis- og jólalýsingu í Kópavogi í ár. Bætt var við lýsingu í efri byggðum en þar hefur ekki verið mikil lýst upp til þessa. Ljósastaurar við Vatnsendaveg eru nú skreyttir auk þess sem göngubrú er ljósum prýdd svo dæmi séu tekin.
„Núna er allur Kópavogur lýstur upp sem er gott og mikilvægt í skammdeginu. Við höfum bætt smám saman við lýsingu undanfarin ár og það mælist vel fyrir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.
Önnur nýjung í ár er sú að Kópavogsdalur er fagurlega lýstur og kemur sú hugmynd úr samráðsverkefninu Okkar Kópavogi.