Kosning í Okkar Kópavogi

Rútstún skartar leiktækjum sem valin hafa verið í Okkar Kópavogi.
Rútstún skartar leiktækjum sem valin hafa verið í Okkar Kópavogi.

Kosning í Okkar Kópavogi er hafin en hún stendur yfir frá miðvikudeginum 26.janúar til hádegis 9.febrúar. Þetta í fjórða sinn sem íbúar í Kópavogi geta tekið þátt í kosningu um hugmyndir bæjarbúa og forgangsraðað verkefnum innan sveitarfélagsins.

Kosningaaldur í Okkar Kópavogi hefur verið lækkaður um tvö ár og geta nú allir þeir sem verða fjórtán ára á árinu tekið þátt í atkvæðagreiðslu, svo framarlega sem þeir eru með rafræn skilríki. Alls eru ríflega 32 þúsund manns með kosningarétt í kosningunum.

Hugmyndir sem um er að velja eru af mjög fjölbreyttum toga, og er kostnaður við þau frá einni til 25 milljónir. Kópavogi er skipt í fimm hverfi í verkefninu, Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm (Lindir og Salir) og Vatnsenda og hefur hverfunum verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verður 200 milljónum varið til framkvæmda verkefnanna árin 2022-2023.

Yfir 500 hugmyndir bárust, sem var 70% aukning frá hugmyndasöfnun 2019. Alls voru 94 hugmyndir voru valdar í kosningu, 14-20 í hverju hverfi.

„Metþátttaka var í hugmyndasöfnun síðastliðið haust og geta íbúar valið milli mjög flottra verkefna í kosningunum sem við vonum að sem flestir, fjórtán ára og eldri, taki þátt í,“ segir Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri Okkar Kópavogs.

Hugmyndirnar sem nú eru í kosningu snúast meðal annars um fjölgun leiktækja, meiri trjágróður, útivistarsvæði og skólalóðir.

Okkar Kópavogur - kosningavefur