Kvennaverkfall 24.október

Kvennaverkfall mun raska þjónustu Kópavogsbæjar 24.október.
Kvennaverkfall mun raska þjónustu Kópavogsbæjar 24.október.

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa fyrir því og konur og kvár sem það geta leggja niður störf þriðjudaginn 24.október.

Viðbúið er að verkfallið hafi áhrif á þjónustu á vegum Kópavogsbæjar en leitað verður leiða til að tryggja lágmarksþjónustu.

Stjórnendur grunnskóla, leikskóla, frístundar og tónlistarskóla miðla upplýsingum til forsjáraðila um fyrirkomulag á hverjum stað fyrir sig.

Stofnanir upplýsa um þjónustuskerðingu, ef til hennar kemur, til þjónustuþega sinna.

Hlutfall kvenna og kvár meðal starfsfólks hjá Kópavogsbæ er um 74%. Þess má geta að Kópavogsbær hefur innleitt jafnlaunastefnu og fengið jafnlaunavottun og greiðir jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni og öðrum þáttum.

Nánar um kvennaverkfall 2023