Kvöldskóli Kópavogs lagður niður

Rekstri Kvöldskóla Kópavogs hefur verið hætt frá og með 1. janúar 2014. Það var samþykkt í fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir þetta ár. Kópavogsbær sá alfarið um rekstur skólans.

Skólinn bauð upp á ýmis námskeið fyrir fullorðna og má nefna íslensku fyrir útlendinga, hjólreiðanámskeið, matreiðslunámskeið, tölvunámskeið og saumanámskeið. 

Við skólann starfaði einn fastur starfsmaður.