Kynning á breyttu deiliskipulagi

Úr uppdrætti vinnslutillögu.
Úr uppdrætti vinnslutillögu.

Fyrirkomulag fundar um breytt deiliskipulag Bakkabrautar 2-4, Bryggjuvarar 1-3 og Þinghólsbrautar 77 og 79 hefur verið endurskoðað og athugasemdafrestur framlengdur.

Í ljósi þess fjölda sem hefur skráð sig á boðann kynningarfund fimmtudaginn 18. nóvember n.k. og með tilliti til gildandi fjöldatakmarkana hefur fyrirkomulag fundarins verið endurskoðað og athugasemdafrestur framlengdur til 21. janúar 2022.

Haldinn verður rafrænn kynningarfundur í beinu streymi þann 30. nóvember nk. kl. 17:00-18:00. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Opnu húsi/kynningarfundi í Kársnesskóla verður frestað til 13. janúar 2022 kl. 17:00-18:00.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá komu sína á netfangið skipulag@kopavogur.is. Haft verður samband við þá sem þegar hafa skráð sig, ekki er þörf á endurskráningu.

Skoða vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi