Kynningarfundur á Kársnesi

Kársnes
Kársnes

Skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog verða kynntar á kynningarfundi Kópavogsbæjar, þriðjudaginn 29. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Kársnesskóla við Kópavogsbraut og hefst klukkan 17.00.

Auk þess að kynna skipulagslýsingar verður farið yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á Kársnesi.

Að loknum erindum verða umræður.

Þess má geta að skipulagslýsing þróunarsvæðis á Kársnesi og brú yfir Fossvog hafa verið gerðar aðgengilegar á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Skipulagslýsing er undanfari deiliskipulags og hefur meðal annars

þann tilgang að tryggja að almenningur og hagsmunaaðilar komi að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.