Kynningarfundur á Kársnesi

Skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog verða kynntar á kynningarfundi Kópavogsbæjar, þriðjudaginn 29. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Kársnesskóla við Kópavogsbraut og hefst klukkan 17.00.

Auk þess að kynna skipulagslýsingar verður farið yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á Kársnesi.