- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Rafrænn kynningarfundur um vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi við Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79 verður haldinn 30.nóvember. Fundurinn hefst kl. 17 og er streymt frá vefsíðu Kópavogsbæjar.
Gefinn verður kostur á að senda inn spurningar á netfangið skipulag@kopavogur.is sem svarað verður eftir kynningarnar á fundinum.
Á fundinum verður farið yfir aðdraganda og forsendur skipulagsvinnunnar á svæðinu sem um ræðir og greint verður frá heildarsýn fyrir vesturhluta Kársness. Þá verður farið ítarlega yfir vinnslutillöguna sem nú er í kynningu. Að lokum verður spurningum sem borist hafa á netfangið skipulag@skipulag.is á meðan á fundinum stendur.
Fundurinn, sem verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum, Hábraut 2, og streymt með Vimeo á vef Kópavogsbæjar í samræmi við aðra rafræna kynningarfundi, stendur til 18.00.
Minnt er á að boðið verður upp á umræður og samtal á opnum fundi í Kársnessskóla þann 13. janúar.