Betri samgöngur og Vegagerðin í samstarfi við Kópavogsbæ efna til kynningarfundar um stöðu og framgang verkefna Samgöngusáttmálans. Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að mæta og kynna sér sáttmálann. Betri og greiðari samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru hagsmunamál okkar allra.
Fundurinn fer fram í Salnum þriðjudaginn 20.maí og hefst klukkan 17.00.
Dagskrá fundar:
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, opnar fundinn.
„Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins"
Þorsteinn R. Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna.
„Stofnvegir, stokkar, göng og ljósastýring"
Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni.
„Borgarlínan – hágæða almenningssamgöngukerfi"
Atli Björn Levy, forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínunnar.
„Nýtt leiðakerfi"
Ragnheiður Einarsdóttir, deildarstjóri skipulags- og leiðakerfis Strætó.
„100 km af hjóla- og göngustígum"
Katrín Halldórsdóttir, forstöðumaður hjóla- og göngustíga hjá Betri samgöngum.