Kynningarfundur um skýrslu OECD

Frá kynningarfundi um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fór fram miðvikudaginn 23. september.
Frá kynningarfundi um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fór fram miðvikudaginn 23. september.

Skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um þátttöku Kópavogsbæjar í alþjóðlegu verkefni um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun var kynnt á fundi miðvikudaginn 23. september. Fundurinn var rafrænn og  voru þátttakendur tæplega 100. 

Upptaka af fundinum - smella hér

Útgáfa skýrslu OECD markar lok alþjóðlega verkefnisins.  Aziza Akhmouch frá OECD kynnti skýrsluna að loknu ávarpi bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni. Síðari hluti fundarins fjallaði um innleiðingu fyrirtækja í Kópavogi á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og var það Björn Jónsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs sem flutti þar erindi. Fundarstjóri var Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.