- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytingar á aðalskipulagi á kolli Nónhæðar verður haldinn í Smáraskóla fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17.00. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna og mæta á fundinn.
Tilkynning:
Vakin er athygli á því að nú stendur yfir í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kynning á lýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar á kolli Nónhæðar. Svæðið sem skipulagslýsingin nær til afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðarmörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og 34 (leikskóli) í vestur. Stærð skipulagssvæðisins er tæplega 31.000 m2 að flatarmáli þar af um 27.500 m2 lands í einkaeign.
Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi bæjarins á ofangreindu svæði þar sem landnotkun svæðisins breytist úr samfélagsþjónustu og opnu svæði í íbúðarbyggð með um 140 íbúðum og opnu svæði sem nýtast mun almenningi til leikja og útiveru. Í lýsingunni koma jafnframt fram upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli svo og um kynningu og samráð.
Nónhæð breyting á Aðalskipulagi.