Lætur af störfum eftir 43 ár

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs.

Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs lét af störfum eftir 43 ár hjá Kópavogsbæ föstudaginn 5.febrúar. Steingrímur kom til starfa 6.febrúar 1978 hjá tæknideild Bæjarskrifstofanna.

Steingrímur hefur alla tíð unnið að framkvæmdamálum hjá Kópavogsbæ, og varð bæjartæknifræðingur eða yfirmaður framkvæmdadeildar árið 2007. Hann varð síðan fyrsti sviðsstjóri umhverfissvið sem fer með framkvæmda- og skipulagsmál hjá Kópavogsbæ.

Kópavogsbær hefur tekið stakkaskiptum á þeim 43 árum sem liðin eru frá upphafi starfsferils Steingríms. Árið 1978 bjuggu rúmlega 13.000 manns í Kópavogsbæ en í dag eru íbúar um 38.000. Bærinn hefur þanist út á tímabilinu og er nú samfelld byggð frá Kársnesi upp í Vatnsenda. Kópavogsbær þakkar Steingrími fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins og uppbyggingu hans.