Leikskólar í Kópavogi innleiða næringarstefnu

Börnin tóku vel í nýju næringarstefnu Kópavogsbæjar
Börnin tóku vel í nýju næringarstefnu Kópavogsbæjar

Kópavogur hefur samþykkt nýja næringarstefnu fyrir leikskólana í Kópavogi. Í samstarfi við Samtök Heilsuleikskóla hefur fjöldi leikskóla í Kópavogi nú þegar innleitt nýja matseðla sem ná yfir 8 vikna tímabil. Matseðlarnir eru næringarútreiknaðir en þeim fylgja margreyndar uppskriftir. Með nýjum matseðlum er lögð áhersla á að tryggja aðgengi barna að grænmeti og ávöxtum, grófu kornmeti, fiski og öðrum hollum fæðutegundum. Notkun salts og sykurs er í algjöru lágmarki og boðið er upp á lýsi sem mikilvægan D-vítamíngjafa í fæðu barnanna.

Holl fæða er ein af forsendum fyrir góðri heilsu, líðan og þroska barna. Það er því mikilvægt að samfélagið hjálpist að við að tryggja börnum aðgengi að heilsusamlegum mat og sameinist um að leggja grunn að góðum matarvenjum og neyslu fjölbreyttrar fæðu.

Þetta nýja skipulag gerir matarinnkaup jafnframt markvissari og dregur úr matarsóun.

Næringarstefna leikskóla Kópavogs