Leikskólinn Dalur þrítugur

Ármann Kr. Ólafsson tekur við nýrri námskrá leikskólans Dals í þrítugsafmæli skólans.
Ármann Kr. Ólafsson tekur við nýrri námskrá leikskólans Dals í þrítugsafmæli skólans.

Leikskólinn Dalur fagnaði 30 ára afmæli 11.maí síðastliðinn á afmæli Kópavogsbæjar. Í tilefni dagsins var foreldrum boðið til veislu. Afmælisveislan byrjaði utandyra þar sem börnin í leikskólanum sungu nokkur lög gestum til mikillar ánægju. Sonja Margrét Halldórsdóttir aðstoðarleikskólastjóri kynnti nýja námskrá og afhenti Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs eintak. Gestum var svo boðið að skoða skólann og gæða sér á afmælisköku.