- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lemon hefur nú opnað veitingastað í Salalauginni í Kópavogi. Þetta er fyrsti Lemon staðurinn í Kópavogi en veitingastaðir Lemon eru sex og eru þeir staðsettir í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, París og nú í Kópavogi.
Veitingastaðurinn Lemon var valinn úr hópi fjölda umsækjenda, en Kópavogsbær auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að sjá um veitingasölu í Salalauginni í Kópavogi.
Guðmundur Halldórsson, forstöðumaður Salalaugarinnar segir Lemon falla vel inn í Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar og hafði það mikil áhrif á val staðarins. Að sögn Guðmundar fer samstarfið vel af stað og mikil eftirvænting ríkir á meðal Kópavogsbúa og annarra gesta sundlaugarinnar.
„Þetta er frábær staðsetning fyrir veitingastað eins og Lemon þar sem hollusta og hreyfing fara vel saman. Lemon býður upp á ferskan og safaríkan mat, matreiddan á staðnum úr besta mögulega hráefni hverju sinni. Það er mantran okkar og við víkjum aldrei frá henni“, segir Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi var snöggur til og var meðal fyrstu gesta veitingastaðarins.