- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands fer að hluta til fram í menningarhúsum Kópavogs, Gerðarsafni og Salnum í apríl og maí. Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist fer fram í Gerðarsafni og átta útskriftartónleikar nema úr tónlistardeild skólans fara fram í Salnum. Ókeypis er inn á alla þessa viðburði. Sýningin í Gerðarsafni verður opnuð laugardaginn 18. apríl og stendur yfir til 10. maí og fyrstu útskriftartónleikarnir í Salnum fara fram 24. apríl en þeir síðustu 12. maí.
Kópavogsbær og Listaháskóli Íslands gerðu með sér samkomulag um það fyrir rúmu ári að bærinn tæki með þessum hætti þátt í útskriftarhátíð skólans en markmiðið er að efla menningarlífið í Kópavogi og styðja við bakið á ungu og efnilegu listafólki.
Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta því annar árgangur útskriftarnema námsbrautanna sem setur fram útskriftarverkefni sín til sýningar í Gerðarsafni. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á sviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi.
Fjórtán nemendur leggja fram verk sín; átta í hönnun og sex í myndlist. Þau eru: Arite Fricke, Brynja Þóra Guðnadóttir, Droplaug Benediktsdóttir, Fiona Mary Cribben, Hjálmar Baldursson, Jiao Jiaoni, Li Yiwei and Magnús Elvar Jónsson af MA námsbraut í hönnun. Jonathan Boutefeu, Linn Björklund, Soffia Guðrún KR Jóhannsdóttir, Solveig Thoroddsen, Carmel Seymour and Unnur Guðrún Óttarsdóttir af MA námsbraut í myndlist. Sýningarstjóri er Sirra Sigrún Sigurðardóttir.
Á átta tónleikum í Salnum munu fjórir útskriftarnemar í hljóðfæraleik flytja bæði sígild og ný verk og verk sex nema í tónsmíðum verða frumflutt. Listamennirnir eru: Viktor Orri Árnason, víóla. Hilma Kristín Sveinsdóttir, klarinett. Þorkell Nordal og Örnólfur Eldon Þórsson, tónsmíðar. Sigurður Árni Jónsson, tónsmíðar. Axel Ingi Árnason og Zakarías H. Gunnarsson, tónsmíðar. Einar Bjarni Björnsson, básúna og Hlöðver Sigurðsson, tónsmíðar.
Nánari upplýsingar um sýninguna í Gerðarsafni, leiðsagnir og einstaka viðburði í tengslum við hana og tónleikana í Salnum má finna á vef Gerðarsafns, gerdarsafn.is (Opnast í nýjum vafraglugga) og Salarins, salurinn.is (Opnast í nýjum vafraglugga).
Þá má nálgast dagskrá útskriftarhátíðar LHÍ í gegnum app Listaháskóla Íslands sem finna má í App Store og Google Play.