Sundlaugapartý í Kópavogslaug.
Tónlistin ómaði um Kópavogslaug síðastliðinn mánudag þegar sundlaugapartý fyrir unglinga og ungmenni fór fram. DJ Dóra Júlía sá um að leika tónlist fyrir gesti ásamt Alex Bjarka og Birki Gauta.
Þetta er fyrsta sundlaugapartý sumarsins en stefnt er að því halda fleiri sambærilega viðburði sem verða kynntir er nær dregur.
Aðrir gestir sundlaugarinnar á öllum aldri nutu góðs af skemmtuninni og óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við gesti.
Sundlaugapartýið var í boði Félkó og Molans en unnið í samstarfi Frístunda- og þróttadeildar.