Ljóðahátíð í Salnum

Hin árlega ljóðahátíð Ljóðstafs Jóns úr Vör fer fram að venju í Salnum 21. janúar nk. Þar verða veitt þrenn verðlaun fyrir bestu ljóðin. Fjöldi ljóða barst í keppnina og mun dómnefnd fara yfir þau á næstu dögum. Í dómnefnd eru Jón Yngvi Jóhannsson, Sindri Freysson og Gunnþórunn Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir á ljóðahátíðina sem hefst kl. 17:00.

Jón úr Vör bjó nánast allan sinn starfsaldur í Kópavogi en tilgangur keppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. 

Á sama degi verða veitt verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.