Ljóðstafur Jóns úr Vör

Jón úr Vör
Jón úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í átjánda sinn til árlegu ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör.

Skilafrestur er til og með 7. desember 2018 og skal ljóðum skilað í fjórum eintökum undir dulnefni. Hverju ljóði skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra ljóðum sem fá verðlaun eða viðurkenningu verða opnuð og öllum gögnum verður fargað að keppni lokinni. Athugið að ljóðin mega ekki hafa birst áður.

Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun veitt sunnudaginn 20. janúar 2019 í Salnum í Kópavogi. Verðlaunaafhendingin er liður í Dögum ljóðsins í Kópavogi, árlegri ljóðahátíð sem hefur þann tilgang að efla og vekja áhuga á ljóðlist.

Ljóðunum skal skilað með eftirfarandi utanáskrift:

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Menningarhúsin í Kópavogi

Digranesvegi 1

200 Kópavogur

Skilafrestur sem fyrr segir er til og með 7. desember 2018.

Ljóðstafur Jóns úr vör