Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur

Ljóðstafur Jóns úr Vör er afhentur ár hvert.
Ljóðstafur Jóns úr Vör er afhentur ár hvert.

Afhending Ljóðstafs Jóns úr Vör fer fram við hátíðlega athöfn í Salnum laugardaginn 21. janúar kl. 16.

Við sama tilefni verða veitt verðlaun og viðurkenningar í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.

Skólakór Kársness frumflytur nýtt kórlag Þóru Marteinsdóttur við ljóð Jóns úr Vör. Stjórnandi kórsins er Álfheiður Björgvinsdóttir. Lag Þóru er samið sérstaklega fyrir athöfnina.

Kristjana Stefánsdóttir og Karl Olgeirsson flytjaljúfa tóna.

Dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör og ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs skipuðu að þessu sinni Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Anton Helgi Jónsson og Þórdís Helgadóttir.

Léttar veitingar að athöfn lokinni.

Verið hjartanlega velkomin