Ljósadýrð í Kópavogsdal

Ljósin í Kópavogsdal lýsa upp skammdegið.
Ljósin í Kópavogsdal lýsa upp skammdegið.

Kópavogsdalur er ljósum prýddur eftir að lokið var við uppsetningu skammdegisljósa í dalnum. Hugmyndin að þessari fallegu lýsingu kemur frá íbúum sem lögðu hana til í Okkar Kópavogi og veittu brautargengi í kosningunum.

„Þetta er frábær viðbót við skammdegis- og jólalýsingu í bænum og gaman að sjá hugmyndir íbúa verða að veruleika. Ljósadýrðin í dalnum helst í hendur við þá áherslu að lýsa bæinn enn betur upp í skammdeginu en við erum að bæta við lýsingu við stofnbrautir í efri byggðum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Uppsetning ljósa hófst í Kópavogi um miðjan október og stendur yfir fram í nóvemberlok. Fyrir utan Kópavogsdalinn eru til dæmis þegar komin ljós á túnið við menningarhúsi. Síðasta skrefið í uppsetningu ljósanna er þegar tendrað er á jólatré bæjarins en það er gert á aðventuhátíð sem að þessu sinni fer fram 29.nóvember.