Lokað fyrir umferð

Vegna viðgerðar á vatnslögn verður lokað fyrir umferð í Hamraborg austan við gatnamót Skeljabrekku miðvikudaginn 22. maí frá kl. 8:30 til 17:00. Vegfarendum sem koma úr vesturátt er bent á að aka Hamrabrekku og vegfarendum sem koma úr austurátt er bent á að aka Vallartröð. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.