Lokað vegna malbiksframkvæmda

Mánudaginn 22. sept. frá kl. 9:00 til 18:00 verða báðar akreinar Dalvegar á milli Smáratorgs og Fífuhvammsvegar og gatnamót Dalvegar og Fífuhvammsvegar við Smáralind malbikaðar. Göturnar verða að fullu lokaðar á meðan framkvæmdum stendur en vegfarendum er bent á hjáleiðir um Smárahvammsveg, Skógarlind eða Dalsmára. Aðkoma að Smáralind er frá Smárahvammsvegi og Silfursmára. Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru allir vegfarendur óháð fararmáta beðnir um að sýna tillitssemi, halda hraða í hófi og virða merkingar. Vakin er sérstök athygli á því að Dalsmári er með hámarkshraða 30 km/klst. og skal virða þann hámarkshraða óháð hvort framkvæmdir séu í gangi og götulokanir eru í gildi.

Lokanir og hjáleiðir