- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Skapandi sumarstörf í Kópavogi halda lista- og uppskeruhátíð í Molanum og Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 23. Júlí 2020. Dagskráin stendur frá kl. 17-20.
Starfið veitir ungu listafólki á aldrinum 18-25 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins. Í sumar voru starfrækt 20 spennandi og ólík verkefni, og stóðu að baki þeim 36 listamenn úr mismunandi miðlum. Á dagskránni má sjá farandgallerý í bleikum ísskáp, hlusta á útvarpsleikrit, tónlistargjörninga, myndlistasýningar og margt fleira. Þetta er stærsti hópur sem starfað hefur innan Skapandi Sumarstarfa í Molanum frá upphafi og því stór og skemmtileg hátíð í vændum.
Á lokahátíðinni munu listamennirnir deila afrakstri sumarsins fyrir gesti og gangandi, áhugasama og forvitna sem langar að kynna sér það athyglisverðasta í íslensku grasrótinni. Þetta er í raun einstakur viðburður í miðbæ Kópavogs.