Lokanir

Nýbýlavegur
Nýbýlavegur

Nýbýlavegur verður malbikaður frá Dalvegi að Skemmuvegi í báðar áttir í kvöld og aðfaranótt laugardags. Af þeim sökum má búast við einhverjum lokunum og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og virða merkingar á svæðinu. Áætlað er að lokanir standi frá 20:00 til 04:00.