Lokun á Skógarlind

Lokun milli Dalvegar 6-8 og Skógarlindar 2.
Lokun milli Dalvegar 6-8 og Skógarlindar 2.

Fyrirhugað er fræsa malbik á Skógarlind milli Dalvegar 6-8 (Kraftvélar) og gatnamóta við Skógarlind 2 (Krónan/Elkó) föstudaginn 23. september og mun framkvæmdin standa yfir frá kl. 9:00 til 15:00.

Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Fífuhvammsveg og Dalveg á meðan framkvæmdum stendur.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.