Lokun Lindavegar

Annars vegar má hér sjá hvaða partur Lindargötu verður lokaður og hins vegar má sjá hjáleiðina
Annars vegar má hér sjá hvaða partur Lindargötu verður lokaður og hins vegar má sjá hjáleiðina

Vegna framkvæmda við gerð hringtorgs á gatnamótum Lindavegar og Bæjarlindar verða gatnamótin lokuð frá Bæjarlind að Álalind 5. júlí til 15. júlí.

Lokunin hefst kl 08:00 þann 5. júlí.

Umferð á milli Bæjarlindar og Fífuhvammsvegar verður opin um hjáleið og umferð að Akra-, Aska- og Álalind verður opin frá Fitjalind og Arnanesvegi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.