Lokun vegna malbiksfræsinga mánudaginn 31. maí kl. 13-16

Umferð um hringtorg á Lindarvegi við Núpalind verður stórlega heft
Umferð um hringtorg á Lindarvegi við Núpalind verður stórlega heft

Umferð um hringtorg á Lindarvegi við Núpalind verður stórlega heft mánudaginn 31. maí frá kl. 13:00 til 16:00 vegna malbiksfræsinga. Einungis ökutækjum frá Núpalind verður gert kleift að aka í gegnum hringtorgið þegar aðstæður leyfa. Ökumönnum sem leið eiga frá húsagötum við Hlíðardalsveg er bent á að aka um Hlíðardalsveg að Fífuhvammsvegi. Ökumönnum sem leið eiga um Skógarlind að Lindarvegi er bent á að aka um Dalveg að Fífuhvammsvegi.

Þeim sem erindi eiga að Núpalind þar á meðal að Lindaskóla og leikskólanum Núpur er beint á bílastæði við Galtalind.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Hringtorg Lindavegur

Beðist er velvirðingar á óþægindum.