Lokun vegna malbiksframkvæmda

Hjáleið vegna malbikunarframkvæmda
Hjáleið vegna malbikunarframkvæmda

Lokað verður fyrir umferð um Fitjalind miðvikudaginn 23. júní á milli kl. 9:00 og 15:00 vegna malbiksframkvæmda. Vegfarendum sem ætla sér að aka um Fitjalind er bent á að aka um Fífuhvammsveg eða Lindarveg í staðinn. Íbúum eða öðrum þeim sem eiga erindi akandi í Funa-, Fífu- eða Fjallalind innan tímamarka lokunarinnar er bent á að leggja bílum sínum t.a.m. við Lindarkirkju eða Galtalind sé þess kostur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.