Lokun vegna malbiksframkvæmda 11. og 12. ágúst

Vegagerðin ráðgerir að fræsa eftirfarandi kafla á Nýbýlavegi:

Miðvikudagskvöldið 11. ágúst er stefnt á að fræsa  Nýbýlaveg milli Birkigrundar og hringtorgs að Kringlumýrarbraut, hringtorg meðtalið. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 - 01:00.

Bent er á hjáleiðir um Auðbrekku og Hamraborg annars vegar og Hábraut og Hamraborg hins vegar.

Fimmtudagskvöldið 12. ágúst er stefnt á að fræsa Nýbýlaveg milli Þverbrekku og Birkigrundar, báðar akreinar verða lokaðar á meðan framkvæmdum stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 - 03:00.

Bent er á hjáleiðir um Furugrund og Ástún annars vegar og Laufbrekku og Álfhólsveg hins vegar.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt aksturbrautum.