Lokun vegna malbiksframkvæmda

Hjáleið vegna lokunar á Breiðahvarfi
Hjáleið vegna lokunar á Breiðahvarfi

Lokað verður fyrir umferð um Breiðahvarf á milli Funa- og Brekkuhvarfs miðvikudaginn 30. júní á milli kl. 9:00 og 15:00 vegna malbiksframkvæmda. Því miður eru engar hjáleiðir í boði við lokun götuhlutans og er því beint til íbúa að leggja bílum sínum utan áhrifasvæðis lokana sé þess kostur. Áætluð lok framkvæmda er kl. 15:00 en vonir eru að hægt verði ljúka vinnu fyrr ef aðföng malbiks ganga vel og engir ófyrirsjáanlegir atburðir koma upp.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.