Lokun vegna malbiksframkvæmda 2. september

Fimmtudaginn 2. september 9:00-15:00 stefnir Vegagerðin á að fræsa hringtorg sunnan við Salaskóla og 170 metra austur Arnarnesveg.
Lokað verður fyrir umferð á Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi við Salaveg og er vegfarendum bent á hjáleið um Salaveg.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.