Lokun vegna malbiksframkvæmda 29. júní

Stefnt er að því að malbika Vatnsendaveg á milli Baugakórs og Kóravegar að hringtorgi meðtöldu miðvikudaginn 29. júní ef veður leyfir. Lokað verður fyrir umferð á milli Rjúpnavegar og Kóravegar frá kl. 9:00 til kl. 16:00. Opnað verður fyrir umferð á hringtorgið við Baugakór um kl. 14:00 eða eftir því sem aðstæður leyfa. Götuhlutinn á milli hringtorgs og Kóravegar verður svo opnaður kl. 16:00.

Hjáleið verður um Kóraveg en einnig verður hægt aka um Markaveg og Þingmannaleið til að komast að Kórnum eða hesthúsasvæði. Aðkoma að heilsuleikskólanum Kór verður frá Kóravegi um Baugakór.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

vatnsendavegur-a

vatnsendavegur-b