Lokun vegna malbiksframkvæmda 4. júlí

Stefnt er að því að malbika akrein til vesturs á Kópavogsbraut og gatnamót Kópavogsbrautar og Kópavarar mánudaginn 4. júlí og verður akreinin lokuð frá kl. 9:00 til 16:00 og Kópavogsbraut á milli Kópavarar og Suðurvarar lokuð á milli kl. 13:00 til 16:00. Bent er á hjáleiðir um Borgarholtsbraut og Urðarbraut auk þess sem íbúar og gestir sunnan Kópavogsbrautar geta ekið um Þinghólsbraut á meðan lokun stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Hjáleið

Kópavogsbraut