Lokun vegna malbikunar

Fífuhvammsvegur malbikaður
Fífuhvammsvegur malbikaður

Vestari akrein Fífuhvammsvegar við Fífuna og aðrein að Fífuhvammsvegi verður malbikuð miðvikudaginn 4. júní og akreinar því lokaðar frá kl. 9:00 og til um það bil 17:00. Vegfarendum er bent á að nota hjáleiðir um Dalsmára og Arnarsmára eða Hafnarfjarðarveg til að komast leiðar sinnar á meðan framkvæmdum stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og eru ökumenn jafnframt beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar við vinnusvæðið.

Fífuhvammsvegur malbikaður