Lúsin Lukka varð til í umræðum barnanna

Lúsin Lukka
Lúsin Lukka

Leikskóladeild Kópavogs fékk nýverið afhentar bækur og spil um lúsina Lukku. Um er að ræða afrakstur þróunarverkefnis sem unnið var í leikskólanum Marbakka  á árunum 2011-2013 og styrkt var af Kópavogsbæ.

Verkefnið var kynnt á ráðstefnunni  „Það er leikur að læra“ sem haldin var á vegum Kópavogsbæjar  í nóvember 2012. Unnið var út frá umræðum um vangaveltur barna um kreppuna.  Þau veltu því m.a. fyrir sér hvort allir ættu ekki örugglega heimili og þar með spratt umræðan um spurninguna:   Eiga lýs ekki heimili?

Sagan um lúsina Lukku er eftir einn af kennurum skólans, Bergljótu Hreinsdóttur . Sagan segir frá lúsinni Lukku og vangaveltum hennar um líf sitt og tilveru í höfðinu á henni  Ísalind.

Samhliða sögunni er búið að flétta fróðleik um höfuðlús, útlit hennar, hegðun og hvernig megi losa sig við hana.

Bókin, spilastokkur og samstæðuspil eru til sölu í leikskólanum Marbakka .

Leikskólinn Marbakki.