Lýðheilsa og lífsgæði verði efld

Birgir Jakobsson landlæknir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson …
Birgir Jakobsson landlæknir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við undirritun samnings um þátttöku bæjarins í verkefninu Heilsueflandi samfélag.

Kópavogsbær varð í dag aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag.  Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Birgir Jakobsson landlæknir rituðu undir samstarfssamning en verkefnið miðar að því að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa Kópavogsbæjar með markvissum hætti.

„Heilsueflandi samfélag er spennandi verkefni sem fellur vel þeirri áherslu sem við leggjum á lýðheilsumál í Kópavogi. Nú er unnið að gerð lýðheilsustefnu bæjarins og þátttaka í Heilsueflandi samfélagi er hluti af þeirri vinnu sem allir Kópavogsbúar munu njóta góðs af,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í samstarfi Kópavogsbæjar og Embættis landlæknis eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem  vinnuhópur verkefnisins Heilsueflandi Kópavogur hefur skilgreint á þessa leið:

· Næring

· Hreyfing

· Geðrækt

· Lífsgæði