- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Kópavogsbær tekur þátt í Lýðheilsugöngum Ferðaféalgs Íslands líkt og undanfarin ár. Í ár er sjónum beint að unglingum og þeir sérstaklega boðnir velkomnir. Forstöðumenn félagsmiðstöðva unglinga í Kópavogi leiða tvær af fjórum lýðheilsugöngum í bænum. Göngurnar eru 60 til 90 mínútur og eru við allra hæfi.
Nánar má lesa um dagskrá og tímasetningu hér:
4. september 2019
Náttúra, saga og mannvirki
Mæting við íþróttahús Breiðabliks í Fífunni. Gengið austur Fífuhvamminn að Bretabrú sem er til móts við Pósthúsið (langleiðina að Dalvegi). Sagt frá náttúru, sögu og mannvirkjum á leiðinni. Gengið til baka sunnan lækjarins og endað við íþróttahús Breiðabliks.
Mæting: 18:00
Leiðsögn: Frímann Ingi Helgason
11. september 2019
Heilsuræktarganga
Mæting við Kársnesskóla. Ganga um Kópavogsdalinn í Smárahverfi og kennsla á líkamsræktartæki á svæðinu undir leiðsögn þjálfara.
Mæting: 17:30
Leiðsögn: Torfi Guðbrandsson forstöðumaður Jemen
18. september 2019
Íþróttaleikar félagsmiðstöðva í Kópavogi
Frá 16:00 verða íþróttaleikar félagsmiðstöðvana. Keppt verður í 100 metra hlaupi og í 400 metra boðhlaupi. Klukkan 17 í Smáraskóla hefst skákmót, körfuboltamót og borðtennismót félagsmiðstöðvanna.
Klukkan 17 verður ræst í Smárahringinn sem er liður í lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands og eru allir velkomnir. Hlaupið verður 2.5 km hringur sem hefst og endar á lóð Smáraskóla og leiðir hlaupara í gegnum Kópavogsdalinn. Hlaupaleiðin verður vel merkt.
Mæting: 16:00 Kópavogsvöllur á íþróttaleikana og
17:00 Smáraskóli í lýðheilsuhlaup
25. september 2019
Ævintýri í Guðmundarlundi
Mæting við Hörðuvallarskóla. Gengið upp í Guðmundarlund. Frisbý golf og ganga um Guðmundarlund. Endað á pylsupartý.
Mætin: 17:00
Leiðsögn: Sindri Már Ágústsson forstöðumaður Fönix