Lýðheilsustefna í samráð

Lýðheilsustefna í er samráðsgátt.
Lýðheilsustefna í er samráðsgátt.

Geðrækt, umhverfi, næring og hreyfing og forvarnir og heilsuefling eru áhersluþættir í lýðheilsustefnu Kópavogs sem nú er í endurskoðun og er óskað eftir þátttöku íbúa í henni.

Drög stefnunnar eru í samráðsgátt íbúa og gefst Kópavogsbúum frá fjórtán ára aldri, sem hafa rafræn skilríki, tækifæri til að segja skoðun sína á drögunum og koma á framfæri nýjum hugmyndum.

Taka þátt

Umhverfi, aðgangur að hollri næringu og tækifæri til hreytingar, forvarnir og víðtæk heilsuefling og geðrækt er meðal þess sem byggir undir góða lýðheilsu og eru þættir sem lögð er áhersla á í endurskoðaðri lýðheilsustefnu.

Drögin verða í samráðgátt til og með 31. janúar 2022.

Bæjarstjórn Kópavog samþykkti núgildandi lýðheilsustefnu árið 2017 og hefur verið unnið að framgangi hennar síðan.