Lýðheilsustefna Kópavogsbæjar í bígerð

Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Sigríður Kristín H…
Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir frá Veru ráðgjöf ehf. undirrita samning um gerð og framkvæmd lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.

Samningur um gerð og framkvæmd lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar var undirritaður í Kópavogi í dag. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og  Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs skrifuðu undir samninginn fyrir hönd bæjarins en Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir fyrir hönd Veru ráðgjafar,  Vera ráðgjöf, sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði lýðheilsu, mun greina og rýna stöðu lýðheilsumála í bænum, móta stefnu um lýðheilsu, gera þriggja ára aðgerðaáætlun og fylgja henni svo eftir.

Miðað er við að greiningu og stefnumótun verði lokið í árslok 2015.