Mat á vellíðan og námi leikskólabarna

Samningur um rannsóknarverkni í leikskólum undirritaður.
Samningur um rannsóknarverkni í leikskólum undirritaður.
Kópavogur, Garðbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes og Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, RannUng, undirrituðu  á dögunum samstarfssamning um rannsóknaverkefni í sveitarfélögunum. Verkefnið ber heitið Mat á vellíðan og námi leikskólabarna. Það mun standa í þrjú ár, frá árinu 2015 til 2018. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi.

 

Sveitarfélögin og RannUng stóðu að rannsóknarverkefninu Leikum, lærum og lifum á árunum 2012 til 2014. Það verkefni fjallaði um innleiðingu grunnþátta aðalnámskrár leikskóla og mun afraksturinn koma út í bók á næstunni.

Samningurinn var undirritaður í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands af fulltrúum sveitarfélaganna og RannUng.