Meistaraflokkar og afreksfólk hefja æfingar

Íþróttamannvirki opna fyrir afreksfólk.
Íþróttamannvirki opna fyrir afreksfólk.

Meistaraflokkar, afrekshópar sem og afreksfólk í einstaklingsgreinum geta hafið æfingar í íþróttamannvirkjum sveitarfélaga samkvæmt ákvörðun fulltrúa íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins 21. október.

NÁNAR:

Ákveðið var á fundi í dag, 21. október, með fulltrúum allra íþrótta- og tómstundamálasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, að meistaraflokkar og afreks hópar sem og afreksfólk í einstaklingsgreinum geti hafið æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna.
Þetta er afmarkað með þeim skilyrðum sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. október segir til um vegna íþróttastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að íþróttastarfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða starfsemin krefst mikillar nálægðar eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér óheimil. Íþróttamenn sem með þessu fá leyfi til æfinga gæti því vel að fjarlægðarmörkum sem eru 2 metrar og gæti einnig að almennum persónubundnum sóttvörnum.
Hvert sveitarfélag ákveður hvenær starf getur hafist þar sem undirbúa þarf opnun í samstarfi við starfsfólk mannvirkjanna og í samræmi við strangar sóttvarnareglur ÍSÍ, sérsambandanna, reglugerðir heilbrigðisráðherra og fyrirmæli sóttvarnalæknis.
Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar hefst ekki að svo stöddu og verður það metið í næstu viku í samstarfi við ÍSÍ og sóttvarnayfirvöld. Nauðsynlegt er að vernda skólastarfið og forðast blöndum barna úr ólíkum hópum sem eru til staðar í skólunum til að fækka þeim sem þurfa að fara í sóttkví ef upp koma smit. Ákveðin áhætta er fólgin í því ef þessi hópar blandast í íþróttastarfi.